Sigurður er sjómaður
sannur vesturbæingur
alltaf er hann upplagður
út að skemmta sér.
Dansar hann við dömurnar
dásamaður allstaðar
með ungar jafnt sem aldraðar
út á gólfið fer.
Dansar hann á tá og hæl
vínarpolka, vals og ræl
þolir hvorki vol né væl
vaksur maður er.
Sigurður var sjómaður
hrikalega laglegur
en núna er Siggi lamaður
hjólastólnum í.
Varð hann undir toghlera
er burtu vildi tóg skera
engar fékk hann bæturnar
hjólastólnum í.