Sigurboði - Hjaðningarímur Icelandic Lyrics (Skaldic Poetry & Norse Mythology)

Hjaðningarímur are a series of poems composed by Bólu-Hjálmar, a legendary 19th century icelandic poet. Hjaðningarímur are rare to find and even harder to translate but they depict the Norse Gods, their families and capabilites. Unfortunately I can’t translate these since they are already in a very elegant and complicated Icelandic. What I sing in this song is only a fraction of the entire Hjaðningarímur. Lyrics: Langar vökur leiðast mér ljóss við daufa skímu, þegar í hjarta hreyfa sér hvirfilbyljir ímu. Hvert sem þankinn hvarflar frí heims um byggðar vanga, ekkert finn, er orki því ólund drífa langa. Öll náttúran er svo dauf, engir stöku raula, situr hver við syndaþauf syfjaður í þaula. Púkinn svika drýgir dans, dofans veldur meinum, flækjast margar flygsur hans fyrir hvarma steinum. Hörku tröllin hræða geð og hrímþursarnir fornir, dvergar, álfar, draugar með, dísir, völvur, nornir. þúsund plágur þrældómsins þyngja vigt á gjaldi, illar nornir álfa kyns ætla eg slíku valdi. Skuggsjá þessi leiðinleg lýir hugmynd fróma, vill því fljúga færan veg fagurhöfðinn Óma. Björt á kinnar bauga slóð, bráins máluð stígum, ung mig beiddi að yrkja ljóð af Hjaðningarímum. Þannig stillir hljóða hreim harpan Óms á borðum: Ása stýrði öllum heim Óðinn kóngur forðum. Var fyrir austan Vanakvísl víðlent ríki þetta; tiggi vann að töfrum sýsl, tamur í ráðum pretta. Hét Ásgarður Höfuðborg, hrannar brann þar eisa; blóthorf eitt á breiðri torg buðlung lét þar reisa. Niflung setti Njörð og Frey, nóg í ráðum skyggna, blótgoða, sem biluðu ei Belials minni signa. Njörður dóttur eina ól, er sú kölluð Freyja, hverri fegri hringa Sól, hýrlegasta meyja. Kurteis var og furður fríð, fróð og mjúk í svörum, unaðs léku brosin blíð bæði á kinn og vörum. Á hana sérhvað eina hlóðst, augu manns er nýta, enginn karla styrkur stóðst stjörnu hrings að líta. Þurfti mannin refla rún, réð því fjörsins gengi. Fylkis gjörðist frilla hún og fylgdi Óðni lengi. Unni mær af allri dáð öðling tryggð með hreina, handa skírri skikkju láð skemmu byggir eina. Get on Bandcamp: Get on Spotify: Out on all major platforms inculding iTunes GooglePlay, YouTube Music, Amazon Music, Tidal, Deezer and many more
Back to Top