Vestanáttin sendir frá sér glænýtt lag, „Í alla nótt“. Lag og texti eftir Guðmund Jónsson og er það laufléttur grúvhundur með texta sem fjallar um það óþol gagnvart gráum hversdagsleikanum sem mörg okkar eru að upplifa þessa dagana og hvað er til ráða.
Meðlimir Vestanáttarinnar eru enn sem áður þau: Alma Rut (söngur), Guðmundur Jónsson (gítar og söngur), Sigurgeir Sigmundsson (gítar), Pétur Kolbeinsson (bassi) og Eysteinn Eysteinsson (trommur og raddir).