Nýdönsk - 2014 - Nýr Maður

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér myndband við lagið Nýr maður af hljómplötunni Diskó Berlín sem er níunda breiðskífa hljómsveitarinnar. Diskó Berlín var hljóðrituð í Berlín, Hafnarfirði og Reykjavík og inniheldur fjölbreytilega popptónlist, oftar en ekki takfastri mjög. Myndbandið er framleitt af Stórveldinu undir styrkri leikstjórn Allans Sigurðssonar. Hljómsveitin Nýdönsk heldur stórtónleika í Hörpu 13. sept og Hofi 27. sept n.k.
Back to Top